Fréttasafn



  • Dust-514

16. júl. 2012

CCP verðlaunað

CCP tók í síðustu viku við verðlaunum evrópska leikjaiðnaðarins á Developráðstefnunni í Bretlandi. CCP var tilnefnt í flokknum „Best Independent Studio“, sem er ætlaður sjálfstæðum leikjaframleiðendum í Evrópu.

Develop Awards eru haldin árlega í Brighton í Englandi til að heiðra þau evrópsku fyrirtæki sem þykja skara fram úr í leikaiðnaðinum. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð fólki úr leikjaiðnaðinum og kemur saman árlega til að kjósa þau fyrirtæki og einstaklinga sem þykja standa fremstir meðal jafningja. Alls voru 96 fyrirtæki tilnefnd til verðlauna á hátíðinni í ár.

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP sagði er hann tók við verðlaununum að hann þakkaði fyrir þennan mikla heiður sem væri einstaklega ánægjuleg viðurkenning frá kollegum í leikjageiranum. Verðlaunin væru „auðvitað fyrst og fremst viðurkenning á þeim einbeitta dugnaði og elju starfsmanna CCP sem hefur skilað okkur meira brautargengi fyrir EVE en nokkru sinni á nærri tíu ára ferli leiksins meðan við undirbúum á sama tíma útgáfu DUST.