Fréttasafn: mars 2011
Fyrirsagnalisti
168 ný störf sköpuð innan Innovit-hagkerfisins
Í nýútkominni rannsókn á Innovit-hagkerfinu má sjá greinileg merki um öran vöxt nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi og mikilvægi þeirra í atvinnusköpun hér á landi. Fjöldi nýrra starfa innan Innovit-hagkerfisins hefur aukist um 63% á milli ára og starfa nú alls 168 einstaklingar hjá 38 sprotafyrirtækjum.
Íslenskar konur í nýsköpun halda fyrstu ráðstefnuna í Hörpu
Samtök frumkvöðlakvenna ætla að halda glæsilega alþjóðlega ráðstefnu í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þann 25. – 26. maí næstkomandi. Þetta verður fyrsta ráðstefnan sem fram fer í Hörpu og er gert ráð fyrir að minnsta kosti 300 manns víðsvegar að úr heiminum.
Umhverfisráðherra fer rangt með
Umhverfisráðherra hefur á Alþingi og víðar kvartað yfir því að Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins sýni ekki nægan metnað í umhverfismálum fyrir hönd fyrirtækja landsins. Þessi staðhæfing ráðherra er röng.
Íslenskur hugbúnaður kemur til álita hjá San Francisco borg
Íslenskur hugbúnaður, MainManager frá ICEconsult, hefur verið valinn í hóp fimm bestu lausna í alþjóðlegri samkeppni á vegum Living Labs Global sem hefur það að markmiði að kynna nýjungar á sviði þjónustu í borgum.
HönnunarMars hefst í dag
HönnunarMars er fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík þar sem dagskráin er barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi. Hönnuðir bjóða almenningi að kynna sér heim hönnunar með áhugaverðum sýningum og fróðlegum fyrirlestrum sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.
Össur hf. hlýtur alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaunin
Íslenskt ríkisaðstoðarkerfi til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum samþykkt
ESA samþykkti í dag ríkisaðstoðarkerfi til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum. Markmið þess er að bæta og styðja við rannsóknir og tækniþróun. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir 2010 og framhaldsumsóknir verða birtar á heimasíðu Rannís á næstunni.
Alcoa veitti 148 milljónir króna til samfélagsstyrkja árið 2010
Hönnun í útflutning
Útboðsþing SI - Opinberar framkvæmdir fyrir 51 milljarð
Árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins um verklegar framkvæmdir var haldið í dag á Grand Hótel Reykjavík. Kynntar voru opinberar framkvæmdir fyrir 51 milljarð. Hér má nálgast glærur framsögumanna.
UT messan 18. og 19. mars
UTmessan verður haldin í fyrsta sinn 18. og 19. mars. Tilgangur UT messunnar 2011 er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag.
Nýsköpun alls staðar - Iðnþing 2011
Tæplega 300 manns sóttu Iðnþing Samtaka iðnaðarins í gær þar sem rætt var um nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi. Helgi Magnússon formaður SI og Katrín Júlíusdóttir ávörpuðu þingið og að því loknu héldu erindi Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Högnadóttir, Tatjana Latinovic, Jón Ágúst Þorsteinsson og Orri Hauksson.
Helgi Magnússon endurkjörinn formaður SI
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í gær var Helgi Magnússon endurkjörinn formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörnir þeir Tómas Már Sigurðsson og Andri Þór Guðmundsson. Ný inn í stjórnina koma Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson en úr stjórninni ganga Aðalheiður Héðinsdóttir og Loftur Árnason eftir sex ára starf.
Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins 2010
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2010. Kuðungurinn verður afhentur á degi umhverfisins 25. apríl.
Nýsköpun alls staðar - Iðnþing 2011
Á Iðnþingi 2011 á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. mars, verður fjallað um nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi.