Fréttasafn



  • Logo_Rannis

23. mar. 2011

Íslenskt ríkisaðstoðarkerfi til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum samþykkt

ESA samþykkti í dag ríkisaðstoðarkerfi til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum. Markmið þess er að bæta og styðja við rannsóknir og tækniþróun. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir 2010 og framhaldsumsóknir verða birtar á heimasíðu Rannís á næstunni.

Nýsköpunarfyrirtæki geta í gegnum aðstoðarkerfið sótt um skattafslátt til Rannís. Ríkisaðstoðin getur numið 20% af kostnaði verkefnis eða að hámarki 100 eða 150 milljónum kr. Heildarkostnaður verkefnis getur verið hærri, en aðstoðin á aðeins við um kostnað að skilgreindu hámarki. Aðstoðin verður veitt sem endurgreiðsla á greiddum tekjuskatti nýsköpunarfyrirtækisins.

ESA telur ríkisaðstoðarkerfið vera innan marka viðmiðunarreglna stofnunarinnar á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Nýsköpunarverkefni sem falla undir ríkisaðstoðarkerfið uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram í viðmiðunarreglunum sem og kostnaðarþættir og umfang aðstoðarinnar. Jákvæð áhrif þess að stuðla að rannsóknum og tækniþróunum vega þar af leiðandi upp á móti þeim mögulegu neikvæðu áhrifum sem ríkisaðstoðin gæti haft á samkeppni.

Frekari upplýsingar veita:

Lena Sandberg-Mørch, skrifstofu samkeppnismála og ríkisaðstoðar
Sími: (+32) 2 286 18 69

Trygve Mellvang-Berg, fölmiðlafulltrúi ESA
Sími: (+32) 2 286 18 66
Farsími: (+32) 492 900 187

Hjá Rannís:

Sigurður Björnsson, sviðsstjóri
Sími: 515 5801