Fréttasafn: janúar 2015
Fyrirsagnalisti
Nýjung frá Henson
Henson kynnir þessa dagana dótturfyrirtæki sitt Combishirts. Fyrirtækið framleiðir íþróttatreyjur sem sameina tvö félagslið. Treyjur sem þessar hafa ekki verið fáanlegar áður, hvorki hér né erlendis. Ný tækni gerir framleiðsluna mögulega og vinnur Combishirts nú að því að koma vörunum á framfæri erlendis.
Stjórn SI mótmælir áformum um slit aðildarviðræðna
Stjórn Samtaka iðnaðarins ítrekar fyrri afstöðu sína um aðildarviðræður við Evrópusambandið og mótmælir áformum ríkisstjórnar um að slíta viðræðum. Ályktun þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í morgun.
Fjármálaráðherra í skoðunarferð um gagnaver á Reykjanesi
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er nú í skoðunarferð á Reykjanesi þar sem hann heimsækir gagnaver á vegum Advania og Verne í boði Samtaka gagnavera á Íslandi. Með Bjarna í för er framkvæmdastjóri SI, Almar Guðmundsson.
Opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppninnar
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti sl. föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins, enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera.
Breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn.
Samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum sem samtökin hafa látið sig varða.
Áhugi fyrirtækja á stefnu Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar
Samtök iðnaðarins efndu til kynningarfundar með Rannís um nýja stefnumótun stjórnar Tækniþróunarsjóðs og endurnýjun laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Næsti umsóknarfrestur Tækniþróunarsjóðs er 15. febrúar nk. En eftir harða varnarbaráttu SI og Hátækni- og sprotavettvangs gegn niðurskurðaráformum hefur ríkisstjórnin ákveðið að hækka aftur framlög til sjóðsins á þessu ári.
Tæpir 19 milljarðar króna í skattafslátt vegna Allir vinna
Endurgreiðsla og lækkun skatta vegna átaksverkefnisins Allir vinna nam 18,7 milljörðum króna. Verkefninu lauk nú um áramót. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, segir í samtali við Fréttablaðið í dag samtökin hafa lagt á það ríka áherslu við fjármálaráðherra að áfram yrði haldið með verkefnið.
Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni.
Samkeppnisréttur fyrir stjórnendur fyrirtækja
Lagastofnun stendur fyrir námskeiði í 29. janúar sem er sérsniðið fyrir ólöglærða stjórnendur fyrirtækja á sviði samkeppnisréttar. Á námskeiðinu verður leitast við draga upp skýra mynd af inntaki 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Verða helstu meginreglur skýrðar og þýðing þeirra í daglegri starfsemi fyrirtækja dregin fram.
Rafholt og Sveinbjörn Sigurðsson hljóta D-vottun
Rafholt ehf. og Sveinbjörn Sigurðsson hf. hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki í vinnustaðanámssjóð
Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar.
Áramót eru tímamót
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI fer yfir viðburðaríkt ár og horfir til framtíðar í grein í Morgunblaðinu í dag. "Áramót marka upphafið að einhverju nýju og óþekktu. Það er gott að staldra við og fara yfir það sem vel tókst, hvað hefði betur mátt fara og setja sér ný markmið. Það gerum við flest hvert og eitt, það gera flest fyrirtæki og stofnanir og það gera einnig Samtök iðnaðarins."
Nýsköpun á nýju ári
"Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella." Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI fjallar um mikilvægi nýsköpunar í Fréttablaðinu í dag.
Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun
Samtök iðnaðarins leita eftir tveimur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum. Umsóknarfrestur er til 14. janúar.