Fréttasafn: mars 2010
Fyrirsagnalisti
Nýr framleiðslubúnaður í fóðurverksmiðjunni Bústólpi
Veigamikil endurnýjun á framleiðslubúnaði fer fram í fóðurverksmiðjunni Bústólpa á Akureyri nú í vor. Með nýrri vinnslutækni tvöfaldast afkastageta verksmiðjunnar, unnt verður að framleiða orkuríkara og efnameira fóður miðað við rúmmál, ásamt því að fóðurgildi þess eykst. Áfanginn er sá stærsti í þriggja ára endurnýjunaráætlun sem stjórn Bústólpa ákvað að ráðast í árið 2007 og hefur markvisst verið unnið eftir síðan.
Rifist um sátt
Nú er rifist um það hvort stöðugleikasáttmálinn var svikinn mikið eða lítið. Rifist um það hvort hann var svikinn nægilega mikið til að verðskulda uppsögn eða hvort hann var ekki svikinn meira en svo að uppsögn sé ósanngjörn. Helgi Magnússon, formaður SI skrifaði grein um málið í Morgunblaðið um helgina.
Sigruðu í forritunarkeppni
Um níutíu framhaldsskólanema tóku þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna um helgina. Tækniskólanemarnir Sveinn Fannar Kristjánsson og Jónatan Óskar Nilsson höfnuðu í fyrsta sæti í Alpha deild keppninnar en auk þeirra var Gabríel Arthúr Pétursson úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga í sigurliðinu.
Plastprent opnar verslun
Ný verslun Plastprents hf. hefur opnað að Fosshálsi 17-25 í Reykjavík. Nokkrir innlendir framleiðendur og heildsalar eru í samstarfi við félagið í kringum verslunina en þeir eru m.a. Oddi, Papco, Besta, Takk Hreinlæti o.fl. smærri aðilar. Nýja verslunin hefur fengið nafnið Umbúðin.
Aukafjárveiting í Nýsköpunarsjóð námsmanna
Banna, banna
Ögmundur Jónasson leggur í fimmta sinn fram tillögu um að skerða samkeppnisstöðu innlendra bjórframleiðenda gagnvart erlendum. "Vonandi fer fyrir frumvarpi Ögmundar á sama veg og í hin skiptin fjögur, segir framkvæmdastjóri SI.
Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun
Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs árið 2010 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti Sveinbirni Höskuldssyni framkvæmdastjóra Nox Medical verðlaunin.
Verðbólguþróun og vaxtastefna umhugsunarefni
„Hækkun verðbólgunnar kemur ekki á óvart og skýrist að nokkru af árstímabundnum útsölulokum og bensínhækkunum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að verðbólgan er mjög há og ekkert lát virðist vera á kaupmáttarrýrnun landsmanna“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur sem sýna að verðbólga mælist nú 8,5% og hefur hækkað talsvert frá fyrra mánuði. Án húsnæðis mælist verðbólgan nú 12%.
Nemakeppni Kornax 2010
Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 13. sinn dagana 17. og 18. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þátttakan var með besta móti í ár en 8 bakaranemar skráðu sig til leiks. Rebekka Helen Karlsdóttir frá Brauða- og kökugerðinni Akranesi bar sigur úr býtum.
Stóriðjan hefur ekki sóst eftir tilslökunum á umhverfiskröfum
Alcoa prófar nýja tækni til að virkja sólarorku
Alcoa og rannsóknamiðstöð orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna um endurnýjanlega orkugjafa vinna nú að prófunum á nýrri tækni til að virkja sólarorku. Markmiðið er að lækka kostnað við gerð og rekstur sólarspegla til raforkuframleiðslu (e. Concentrating Solar Power technology) og gera þá samkeppnishæfa við aðrar leiðir til orkuframleiðslu.
Nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum
Vel heppnað Íslandsmót iðn- og verkgreina
Viðhaldsvinna frádráttarbær
Verkefnastjórn í stóru framkvæmdaverki
Tilnefningar til Vaxtarsprota ársins
Skills Iceland - Íslandsmót iðn- og verkgreina 2010
Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 18. – 19. mars nk. Mótið verður fjölbreytilegt og skemmtilegt en þar munu etja kappi 130 manns, allt ungt fólk, ýmist nemar eða nýútskrifaðir sveinar í faggreinunum. Keppt er í yfir 20 faggreinum auk þess sem fleiri greinar verða með sýningu á aðferðum og tækni.
Verðum að fá hreyfingu á fjármagnið
Microsoft verðlaunar TM Software
Microsoft í Bandaríkjunum hefur veitt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software , dótturfélagi Nýherja, viðurkenningu sem mikilvægasti samstarfsaðili þess í tæknilausnum í almannaöryggi.
Helga Valfells tekur við hjá Nýsköpunarsjóði
- Fyrri síða
- Næsta síða