Fréttasafn  • Helga Valfells

16. mar. 2010

Helga Valfells tekur við hjá Nýsköpunarsjóði

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Helgu Valfells framkvæmdastjóra sjóðsins. Hún tekur við af Finnboga Jónssyni sem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.

Helga er fædd 4. apríl 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá MH af eðlisfræðisviði árið 1983, lauk BA-prófi í hagfræði og enskum bókmenntum frá Harvard University 1988 og MBA námi við London Business School árið 1994.

Helga hefur m.a. sinnt störfum fyrir Estée Lauder UK, Merrill Lynch International Europe, Útflutningsráð Íslands, verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, aðstoðamaður viðskiptaráðherra og nú síðast sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.

Alls bárust 56 umsóknir um starfið en Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu.

Helga Valfells mun taka við starfi framkvæmdastjóra frá og með 20. mars nk.

Nánari upplýsingar gefur stjórnarformaður sjóðsins, Jón Steindór Valdimarsson, 824-6122.