Verkefnastjórn í stóru framkvæmdaverki
Verkefnastjórnunarfélag Íslands stendur fyrir hádegisfyrirlestri fimmtudaginn 25. mars n.k. kl. 12. 00 í húsi Verkfræðingafélagsins að Engjateigi 9. Hildur Ingvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun fjalla um stórt verkefni sem hún hefur með höndum en það snýst um uppbyggingu fráveitu á veitusvæðum OR á Vesturlandi og hefur staðið frá árinu 2006.
Hildur mun fjalla um rekstur verkefnisins á bjartsýnum tímum sem og krepputímum og þær breytingar sem þurft hefur að gera á keyrslu verkefnisins til að aðlagast breyttum efnahagsaðstæðum. Eins kynnir hún stuttlega Sharepoint verkefnavef sem þróaður hefur verið hjá Orkuveitunni og hefur reynst vel sem upplýsingamiðlun og stjórntæki í verkinu. Skráning fer fram hér.
Allir eru velkomnir á fundinn. Félagsmenn í Verkefnastjórnunarfélaginu fá frítt á en fyrir aðra kostar 1.000,-