Fréttasafn



  • Þátttakendur í Nemakeppni Kornax 2010

24. mar. 2010

Nemakeppni Kornax 2010

Hin árlega Nemakeppni Kornax var haldin í 13. sinn dagana 17. og 18. mars í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þátttakan var með besta móti í ár en 8 bakaranemar skráðu sig til leiks. Rebekka Helen Karlsdóttir frá Brauða- og kökugerðinni Akranesi bar sigur úr býtum.

Markmiðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bakaraiðn og hvetja bakaranema til nýsköpunar og til að temja sér öguð vinnubrögð. Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 og að henni standa Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Landssamband bakarameistara, Klúbbur bakarameistara og Kornax sem er aðalstuðningsaðili.

Þátttaka í nemakeppni Kornax 2010 var með besta móti, 8 þátttakendur skráðu til leiks og var keppnin mjög jöfn og spennandi.

Sigurvegarinn í ár er Rebekka Helen Karlsdóttir frá Brauða- og kökugerðinni Akranesi. Snorri Stefánsson, Sauðárkróksbakarí varð í 2. Sæti og Eiður Mar Júlíusson, Bakarameistaranum, í 3. Sæti.

Í verðlaun hlaut sigurvegarinn eignarbikar frá Kornax ásamt ferðavinningi, frá Klúbbi bakarameistara farandbikar. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal frá Kornaxi, Landssamband bakarameistara gaf síðan öllum þátttakendum og dómurum rós.

Dómnefnd skipuðu Sigrún Guðjónsdóttir yfirdómari frá Kornaxi, Björgvin Richter frá Kökubankanum og Kristján Sigurmundsson frá Sveinsbakaríi.