Fréttasafn  • Einbýlishús

19. mar. 2010

Viðhaldsvinna frádráttarbær

Fjármálaráðherra kynnti á fundi í morgun frumvarp sem gerir ráð fyrir að kostnaður vegna vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði og sumarhús verði frádráttarbær. "Örvandi og jákvæð aðgerð sem vonandi kemur einhverri hreyfingu á annars daufan markað" segir Árni Jóhannsson forstöðumaður mannvirkjasviðs SI.

Miðað er við að frádrátturinn geti numið að hámarki 200 þúsund krónum hjá einstaklingum og 300 þúsund krónum hjá hjónum.