Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun
Nox Medical hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs árið 2010 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti Sveinbirni Höskuldssyni framkvæmdastjóra Nox Medical verðlaunin.
Fyrirtækið var stofnað í júní 2006 með það að markmiði að hanna svefngreiningarbúnað sem hentaði jafnt börnum sem fullorðnum, en á þeim tíma var ekki til búnaður sem sérstaklega hafði verið hannaður með börn í huga.
Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa þótt skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu sem byggð er á rannsókna- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Á meðal fyrirtækja sem hlotið hafa Nýsköpunarverðlaunin eru ORF Líftækni (2008), CCP (2005), Bláa lónið (2000) og Íslensk erfðagreining (1998)."
Sjá nánar á vef Útflutningsráðs Íslands.