Fréttasafn  • Tolva

16. mar. 2010

Microsoft verðlaunar TM Software

Microsoft í Bandaríkjunum hefur veitt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software , dótturfélagi Nýherja, viðurkenningu sem mikilvægasti samstarfsaðili þess í tæknilausnum í almannaöryggi.

Magnús Ingi Stefánsson hjá TM Software tók við viðurkenningunni á ráðstefnu um almannaöryggi sem haldin var í höfuðstöðvum Microsoft í Redmond í Bandaríkjunum. Viðurkenningin er veitt TM Software fyrir upplýsingavefgátt sem félagið hefur þróað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í samvinnu við Microsoft. Vefgáttin, sem nefnist oneresponse.info, er notuð til þess að samræma hjálparstarf, neyðaraðstoð og þróunarstarf á vegum Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila. Lausnin var meðal annars notuð af heilbrigðisyfirvöldum í Mexíkó í kjölfar útbreiðslu H1N1 veirunnar á síðasta ári og við samræmingu á hjálparstarfi vegna jarðskjálfta á Haíti í upphafi ársins.