Fréttasafn



  • UT-messa2011

14. mar. 2011

UT messan 18. og 19. mars

UTmessan verður haldin í fyrsta sinn 18. og 19. mars

Tilgangur UT messunnar 2011 er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag.
Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs
 

Föstudaginn 18. mars er glæsileg ráðstefna á Hilton Nordica

Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að heyra um framlag upplýsingatækni til fyrirtækja og samfélagsins alls. Gestafyrirlesari frá Gartner, UT verðlaunin afhent af Forseta Íslands og fjöldinn allur af áhugaverðum reynslusögum fyrirtækja.
Nánari uppl. og skráning á www.utmessan.is

Laugardaginn 19. mars er opið hús fyrir alla í nýju húsnæði HR í Nauthólsvík

Þar verða Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, sprotafyrirtæki og önnur UT fyrirtæki með örkynningar og sýningar tengdar spennandi nýjungum í notkun upplýsingatækni.
Endilega takið börnin ykkar með og sýnið þeim undur upplýsingatækninnar! Svo eitthvað sé nefnt verður byssuleikur með strikamerkjum, þráðlaus Kinetic Xbox leikur (Logi Geirs og Einar Bárðar keppa í boxi), sýning á notkun hugarorkunnar, kafbátur, fussball borð og ýmsar veitingar og verðlaun. Nánari dagskrá örkynninga og sýnenda er að finna á www.utmessan.is 

Að UT messunni stendur Ský í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Microsoft á Íslandi og Samtök iðnaðarins.