Helgi Magnússon endurkjörinn formaður SI
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í gær var Helgi Magnússon endurkjörinn formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörnir þeir Tómas Már Sigurðsson og Andri Þór Guðmundsson. Ný inn í stjórnina koma Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson en úr stjórninni ganga Aðalheiður Héðinsdóttir og Loftur Árnason eftir sex ára starf.
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Helgi Magnússon endurkjörinn formaður samtakanna. Í stjórnina voru endurkjörnir þeir Tómas Már Sigurðsson og Andri Þór Guðmundsson. Ný inn í stjórnina koma Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson en úr stjórninni ganga Aðalheiður Héðinsdóttir og Loftur Árnason eftir sex ára starf. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir.
Nánari samantekt á niðurstöðum kosninga
Formannskjör:
Helgi Magnússon fékk 82.446 atkvæði eða 85,45% greiddra atkvæða. Helgi Magnússon verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2012.
Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:
Alls gáfu sex kost á sér.
Stjórn
Þessi fjögur hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:
- Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.
- Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf.
- Kolbeinn Kolbeinsson, Ístak hf
- Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál
Fyrir í stjórn Samtakanna eru:
- Bolli Árnason, GT tækni ehf.
- Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf.
- Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.
Ráðgjafaráð
Þessir tveir komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.
- Halldór Einarsson, Henson ehf.
- Hilmar Veigar Pétursson, CCP hf