Fréttasafn



  • Innovit

30. mar. 2011

168 ný störf sköpuð innan Innovit-hagkerfisins

Í nýútkominni rannsókn á Innovit-hagkerfinu má sjá greinileg merki um öran vöxt nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi og mikilvægi þeirra í atvinnusköpun hér á landi. Fjöldi nýrra starfa innan Innovit-hagkerfisins hefur aukist um 63% á milli ára og starfa nú alls 168 einstaklingar hjá 38 sprotafyrirtækjum. Öll eru þessi fyrirtæki komin með virkan rekstur en til viðbótar eru fjölmargir frumkvöðlar að undirbúa stofnun sinna fyrirtækja.

Velta Innovit hagkerfisins eykst einnig verulega á milli ára og fór í fyrsta sinn yfir hálfan milljarð króna árið 2010. Þá gera framkvæmdastjórar fyrirtækjanna ráð fyrir að samanlögð heildarvelta verði yfir 1100 milljónir króna á þessu ári. Áhugi fjárfesta rennir styrkum stoðum undir að þessi hraði vöxtur verði að veruleika á árinu, en samanlagt hafa einkaaðilar og fagfjárfestingarsjóðir fjárfest í Innovit hagkerfinu fyrir 972 milljónir króna.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:

Alls starfa 168 einstaklingar innan Innovit-hagkerfisins í 117 stöðugildum

Velta Innovit hagkerfisins var 535 milljónir króna árið 2010

Áætluð velta Innovit hagkerfisins er yfir 1,1 milljarður króna árið 2011

Fjárfestar hafa fjárfest fyrir 972 milljónir króna í Innovit-hagkerfinu

Sölutekjur fyrirtækja innan Innovit-hagkerfisins voru 312 milljónir króna

Fyrirtæki innan Innovit-hagkerfisins hafa fengið 282 milljónir króna í styrki

Innovit-hagkerfið samanstendur af þeim fyrirtækjum sem stigið hafa sín fyrstu skref í frumkvöðlakeppninni um Gulleggið á undanförnum árum eða nýtt sér reglubundna ráðgjöf og stuðning frá Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetri.

Sjá nánar.