Fréttasafn  • Thekkingardagurinn2011

25. feb. 2011

Rætt um ESB, áskoranir og tækifæri á Þekkingardegi FVH

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stóð fyrir Íslenska þekkingardeginum í 11. sinn í gær, en dagurinn er bæði ráðstefna og verðlaunaafhending. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Rætt var um áhrif aðildar Evrópusambandsins á atvinnumarkað og atvinnulíf á Íslandi.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA fjallaði um áhrif aðildar á þróun kaupmáttar og launa. Þá fór Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, yfir ávinning og ógnun af breyttu umhverfi á kjör almennings. Að því loknu fjallaði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um Evrópusamstarfið og fyrirkomulag peninga- og efnahagsmála á Íslandi.

Glærur Orra.

Aðrir framsögumenn voru Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, María Bragadóttir, fjármálastjóri Iceland Healthcare og Hanna Katrín Friðriksson, hjá viðskiptaþróun Icepharma.

Að loknum erindum settust Vilhjálmur, Ólafur Darri og María í pallborð ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP, Frosta Sigurjónssyni, rekstrarhagfræðingi og Lofti Árnasyni, stjórnarformanni Ístaks.

Í lok ráðstefnunnar afhenti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson Þekkingarverðlauna FVH. Þau komu í hlut flugfélagsins Icelandair. Viðskiptafræðingur ársins 2010 hjá FVH var valinn Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Sjá frétt á vef FVH