Fréttasafn



  • Borgartún 35

10. feb. 2011

Óviðunandi að 14.000 séu án vinnu

Samtök atvinnulífsins kynntu í gærmorgun atvinnuleiðina, sýn SA á leiðina út úr kreppunni á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík. Yfir 200 manns úr íslensku atvinnulífi mættu til fundarins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði tímabært að hefja nýja atvinnusókn og kveða atvinnuleysið niður sem hafi verið mikið frá hruni. Vilhjálmur sagði jafnfamt áhyggjuefni að svo virðist eins og atvinnuleysið sé að gleymast og landsmenn að dofna fyrir þeirri staðreynd að 14.000 manns eru án vinnu. Þessu verði að breyta hið fyrsta og því vilji SA fara atvinnuleiðina, skapa ný stöf og bæta hag fólks með aukinni vinnu og tekjum.

Sjá nánar á vef SA.