Iðnaðarráðherra fær köku ársins afhenta
Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi og Jóhannes Felixson, formaður LABAK afhentu Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra köku ársins við hátíðlega athöfn á Hrafnistu þar sem efnt var til kaffisamsætis með heimilisfólki.
Sigurður bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hófst um helgina og verður í sölu út árið.