Fréttasafn



  • Iðnaðarráðherra tekur við köku ársins 2011

21. feb. 2011

Iðnaðarráðherra fær köku ársins afhenta

Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi og Jóhannes Felixson, formaður LABAK afhentu Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra köku ársins við hátíðlega athöfn á Hrafnistu þar sem efnt var til kaffisamsætis með heimilisfólki.

Sigurður bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hófst um helgina og verður í sölu út árið.