Fréttasafn



  • Fundur-um-mannvirkjalog

23. feb. 2011

Mikill áhugi á nýjum mannvirkjalögum

Fjölmenni var á kynningarfundi SI um mannvirkjalögin  og nýstofnaða Mannvirkjastofnun. Framsögumenn voru Steinunn Fjóla Sigurðardóttir lögfræðingur og Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, starfsmenn umhverfisráðuneytisins. 

Glærur Steinunnar og Hafsteins.

Auk þess að fara yfir lögin og helstu breytingar, hæfiskröfur, starfsleyfi, aðlögunarákvæði eða bráðabirgðaákvæði og tímaramma var einnig gerð grein fyrir starfsemi Mannvirkjastofnunar sem tók til starfa um áramót um leið og lögin tóku gildi.

Fundarmenn voru að vonum áhugasamir um þessi nýju lög og vörpuðu fram fjölmörgum áhugaverðum spurningum.

Helstu áherslu atriði  varðandi hlutverk og skyldur byggingastjóra

  • Mun ítarlegri ákvæði en áður um hlutverk og skyldur
  • Faglegur fulltrúi eiganda
  • Framkvæmir innra eftirlit eiganda eftir útgáfu byggingarleyfis
  • Byggingarstjóri má ekki vera jafnframt hönnuður eða iðnmeistari viðkomandi mannvirkis (nema mannvirkið sé til eigin nota)
  • Starfsleyfi – þrír flokkar byggingarstjóra, eftir gerð mannvirkis
  • Gæðastjórnunarkerfi fyrir 1. jan. 2015

Helstu atriði er varða breytinga  á ákvæðum um hönnuði

  • Í aðalatriðum byggt á gildandi fyrirkomulagi
  • Hönnunarstjóri – þarf ekki að vera hönnuður aðaluppdrátta
  • Gæðastjórnunarkerfi frá 1. jan. 2015
  • Hönnunarstjóri framkvæmir innra eftirlit eiganda á hönnunarstigi

Ákvæði um iðnmeistara er að mestu óbreytt

  • Gæðastjórnunarkerfi frá 1. jan. 2015
  • Tekið fram að málarameistarar og veggfóðrarameistarar þurfa ekki að skrifa upp á íbúðarhús, frístundahús oþh til eigin nota eiganda

Lög um mannvirki.

Vefsetur Mannvirkjastofnunar.