Fréttasafn  • Ánægjuvogin

25. feb. 2011

Nova hlaut hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar 23. febrúar sl. en þetta er tólfta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 7 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum um 200-500 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
 
Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlaut Nova 73,1 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Spari­sjóðurinn með einkunnina 71,5. Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin í fyrsta sæti með 68,7. Fallorka var í fyrsta sæti raforkusala með 64,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 73,1, ÁTVR var efst í flokki smásölufyrirtækja með einkunnina 71,6, Atlantsolía var efst á meðal olíufélaga með einkunnina 67,4 og Byko var efst á meðal mældra byggingavöruverslana með einkunnina 60,1.
 
Einkunn flestra geira og fyrirtækja lækkar á milli mælinga. Athyglisverð er mikil lækkun í flokki raforkusala og síðan hækkun viðskiptabankanna þriggja (Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka) milli mælinga.