Vísindamenn gagnrýna þingmenn
37 vísindamenn frá níu rannsóknarstofnunum hafa sent bréf til Alþingis þar sem þingsályktunartillaga um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum er harðlega gagnrýnd. Þingsályktunartillagan var lögð fram af 8 þingmönnum þar á meðal formanni umhverfisnefndar Alþingis og formanni og varaformanni sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar í byrjun mánaðarins.
Í tillögunni er lagt til að starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar undirbúi lagabreytingar sem varða útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Slík ræktun fari þá í kjölfarið einungis fram inni í lokuðum gróðurhúsum eða tilraunastofum.
Í bréfinu er tillaga þingmannanna sögð full af rangfærslum og lýsa algjörri vanþekkingu þeirra á málaflokknum.
Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins tekur í sama streng. Ströng löggjöf gildir um starfsemi á þessu sviði og vísindalegt mat liggur fyrir áður en starfsemi er leyfð. Áhættan er því metin í hverju tilviki fyrir sig.
Vísindamennirnir 37 starfa hjá Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla, Matís, Matvælastofnun, Biopol og Íslenska erfðagreiningu. Enginn þeirra vinnur að rannsóknum sem miða að því að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið og enginn þeirra á beinna hagsmuna að gæta.
Sjá bréf.