Félagsfundur SI um stöðu kjaraviðræðna
Félagsfundur SI um stöðu kjaraviðræðna - Óvissa á vinnumarkaði - samræmd launastefna, sjávarútvegsmál og verklegar framkvæmdir var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica í morgun.
Tilgangur fundarins var að ræða stöðu og horfur í yfirstandandi kjaraviðræðum frá sjónarhorni SI.
Framsögumaður var Helgi Magnússon formaður SI sem gerði grein fyrir stöðunni og sagði m.a. frá ályktun stjórnar SA frá 1. febrúar sl. um atvinnuleiðina.
Að erindi loknu var opnað fyrir fyrirspurnir þar sem sátu fyrir svörum Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.