Fréttasafn



  • Verne Global

25. jún. 2012

Gagnaver Verne Global valið á lista yfir umhverfisvænustu fyrirtæki heims

Gagnaverið Verne Global var í síðustu viku valið eitt af 100 bestu sjálfbærnilausnum til framtíðar á umhverfisráðstefnunni Sustania Ríó +20 sem nú fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. Efst á baugi á ráðstefnunni var græna hagkerfið, sjálfbær þróun og útrýming fátæktar.

Listinn er samansettur af einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum sem hafa skarað fram úr í sjálfbærri þróun, til að mynda með notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Í dómnefndinni sem völdu á listann sátu meðal annars Arnold Schwarzenegger og Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.

Gagnaver Verne Global í Keflavík er að 100% leyti knúið endurnýjanlegum orkugjöfum frá jarðvarma- og vatnsfallsvirkjunum sem losa engan koltvísýring. Þetta gerir fyrirtækjum sem geyma gögn hjá Verne Global að draga úr kostnaði vegna koltvísýringslosunar og byggja upp jákvæðari ímynd um leið.
Gagnaverið er tengt Evrópu og Bandaríkjunum með háhraðatengingum.