Fréttasafn



  • foto_salonegusto_home

28. jún. 2012

Salone del Gusto 25.-29. október 2012

Íslandsstofa kannar nú áhuga fyrirtækja á þátttöku í sýningunni Salone del Gusto, sem er einn stærsti viðburður Slow Food samtakanna og fer fram í Torino á Norður Ítalíu dagana 25.-29. október 2012.

Sýningin er haldin annað hvert ár og fjallar um gæðamatvæli sem framleidd eru með sjálfbærni að leiðarljósi og eru sýnendur um eitt þúsund. Salone del Gusto er sölusýning sem rúmlega 200.000 fagaðilar, sérfræðingar, matreiðslumenn, blaðamenn og aðrir áhugamenn um gæðamatvæli í anda Slow food sækja heim.

Á Salone del Gusto er möguleiki fyrir fyrirtæki að selja afurðir sínar til sýningargesta. 

Valnefnd mun velja fyrirtæki úr innsendum umsóknum á sýninguna en sýningin er sérstaklega ætluð framleiðendum sem starfa samkvæmt Slow Food hugmyndafræðinni.

Möguleiki er fyrir átta til tíu íslensk fyrirtæki á að taka þátt. Umsóknarfrestur er til 5. júlí.

Umsóknir skulu sendar til Berglindar Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is      

Umsóknareyðublað má nálgast hér.

Nánari upplýsingar má finna á vef sýningarinnar