Fréttasafn



  • hjartabraud

29. jún. 2012

Samstarf um hvatningu til neyslu á hollu brauði

Landssamband bakarameistara og Hjartavernd hafa gert með sér samkomulag um að hvetja til heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar. Markmiðið er að vekja athygli almennings á hollustu heilkornabrauða og mikilvægi þess að minnka salt- og sykurneyslu. Samkomulagið felur í sér að frá og með 1. september nk. munu félagsmenn LABAK hafa á boðstólum svokallað hjartabrauð sem er alfarið bakað úr heilmöluðu korni og inniheldur hátt hlutfall trefja en lágt hlutfall salts, sykurs og fitu.

Brauðið verður sérstaklega merkt með kennimerki Hjartaverndar og allt kynningarefni um brauðið verður yfirfarið og staðfest af sérfræðingum Hjartaverndar.

Hjartavernd fær í sinn hlut 30 kr. af hverju brauði sem varið verður til kaupa á nýju ómtæki.