Fréttasafn



  • Eve online

28. jún. 2012

Tækifæri í tölvuleikjum

Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við USD 60 milljarðar árið 2011, andvirði meira en 7.100 milljarða króna, eða tæplega fimmfaldrar landsframleiðslu Íslands. Þótt hægt hafi á vexti geirans eftir árið 2008 er engu að síður gert ráð fyrir að hann muni áfram vaxa mun hraðar en heimsbúskapurinn í heild næstu árin. Í Global entertainment and media outlook frá PriceWaterhouseCoopers er um 7,2% árlegum vexti spáð til ársins 2016, þegar verðmæti iðnaðarins verður orðið USD 83 milljarðar. Tölvuleikir verða þar með vaxtarbroddurinn í skemmtanaiðnaðinum í nánustu framtíð.

Sjá nánar