Fréttasafn



  • SSPlogo2012

1. jún. 2012

Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda kosinn formaður SSP

Stjórn Samtaka sprotafyrirtækja boðaði til aukaaðalafundar til að kjósa sér nýjan formann þar sem Svana Helen Björnsdóttir sem gegnt hefur formennsku í SSP var kosinn formaður SI á síðasta aðalfundi samtakana.  

Fyrir fundinum lá einnig að kjósa fulltrúa í stjórn til næsta aðalfundar í stað Gunnlaugs Hjartarsonar hjá IceConsult sem nýverið flutti til Noregs til að fylgja eftir stórum samningi fyrirtækis við norska ríkið.

Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri í Stjörnu-Odda var einróma kosinn nýr formaður SSP, en Svana Helen var einróma kosin í stjórnina í stað Gunnlaugs fram til næsta aðalfundar.

Á fundinum var einnig farið yfir stöðu helstu áhersluverkefna SSP og hugverkagreina innan SI. Sigmar sagði nýtt hlutverk spennandi og hann væri bjartsýnn á framtíðina. Hann sagðist vilja virkja sem flesta til að vinna að verkefnum SSP og hugverkagreina.