Fréttasafn



  • Borgartún 35

14. feb. 2012

Ráðstefna Norræna fjárfestingabankans: Hagþróun á komandi öld

Þann 16. febrúar nk. verður haldin ráðstefna á vegum Norræna fjárfestingabankans í Scandinavia House í New York. Á ráðstefnunni fjalla sérfræðingar úr fjármála- og viðskiptalífi, frá hinu opinbera og úr fræðasamfélaginu um tengsl Norðurlanda og Bandaríkjanna.

Að loknum erindum verður efnt til pallborðs með þátttöku Orra Haukssonar, framkvæmdastjóra SI, Edmund S. Phelps, prófessors og nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og Hyun Song Shin, hagfræðiprófessor við Princeton háskóla. Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingabankans stýrir umræðum.