Brýnt að skýra réttaráhrif dómsins
Veruleg óvissa ríkir um réttaráhrif dómsins og hvaða fordæmisgildi hann hefur. Að mati Samtaka iðnaðarins er afar brýnt að skýra það sem fyrst þannig að endanleg niðurstaða um stöðu þeirra sem tóku erlend lán verði skýrð. Hætt er við að dómurinn geti seinkað því að eigna- og skuldastaða fjölmargra fyrirtækja skýrist en það er ein forsenda þess að efnahagslífið taki betur við sér.
Líklegt er að niðurstöður dómsins hafi umtalsverð neikvæð áhrif á efnahag bankanna. Mikilvægt er að þeim skelli verði ekki velt yfir á viðskiptavini bankanna.