Fréttasafn



  • Borgartún 35

16. feb. 2012

Brýnt að skýra réttaráhrif dómsins

Dómur Hæstaréttar í gær um að óheimilt hafi verið að reikna vexti af lánum afturvirkt miðað við íslenska óverðtryggða vexti skapar margvíslega óvissu sem brýnt er skýra. Endurreikna þarf gífurlegan fjölda lánasamninga og ljóst er að lög sem alþingi setti í desember 2010 um hvernig ætti að standa að vaxtaútreikningi gengistryggðra lána standast ekki.
 

Veruleg óvissa ríkir um réttaráhrif dómsins og hvaða fordæmisgildi hann hefur. Að mati Samtaka iðnaðarins er afar brýnt að skýra það sem fyrst þannig að endanleg niðurstaða um stöðu þeirra sem tóku erlend lán verði skýrð. Hætt er við að  dómurinn geti seinkað því að eigna- og skuldastaða fjölmargra fyrirtækja skýrist en það er ein forsenda þess að efnahagslífið taki betur við sér.

Líklegt er að niðurstöður dómsins hafi umtalsverð neikvæð áhrif á efnahag bankanna. Mikilvægt er að  þeim skelli verði ekki velt yfir á viðskiptavini bankanna.