• Borgartún 35

15. feb. 2012

Framboðsfrestur útrunninn

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 15. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann. Núverandi formaður Helgi Magnús­son hefur setið í sex ár og er því ekki lengur kjörgengur, samkvæmt lögum SI. Tvö framboð til formanns hafa borist og kosið er um þrjú almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 29. febrúar til hádegis 14. mars.

Framboðsfrestur rann út í gær og bárust eftirfarandi framboð.

Í kjöri til formanns:

Haraldur Þór Ólason, fram­kvæmda­stjóri Furu

Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika

Í kjöri til almennra stjórnarstarfa:

Bolli Árnason, framkvæmdastjóri GT Tækni

Halldór Einarsson, fram­kvæmda­stjóri Hensons

Hilmar V. Pétursson, forstjóri CCP

Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels

Vilborg Einars­dóttir, framkvæmdastjóri Mentors


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.