Fréttasafn



  • DSC00435

3. feb. 2012

Meistarafélög í byggingariðnaði funda

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn fyrsti félagsfundur SI meðal félaga í meistarfélögunum í Skipholti. Hátt í hundrað áhugasamir meistarar eða starfsmenn þeirra  mættu til fundar og kynntu sér efni nýrrar byggingareglugerðar og gæðakerfi SI  sem meistararnir geta nú fengið aðgang að. Fjöldi fundarmanna er merki um að félags- og fræðslustarf byggingagreina sé að taka stökk fram á við og verði öflugur og frjór vettvangur.