Fréttasafn



  • Kaka-arsins-2012

2. feb. 2012

Kaka ársins 2012

Kaka ársins kemur í bakarí innan Landssambands bakarameistara (LABAK) föstudaginn 3. febrúar. Efnt var til keppni meðal félagsmanna í LABAK og starfsmanna þeirra um köku sem verðskuldar þennan titil. Átján kökur bárust í keppnina sem er metþátttaka. Keppnin var haldin í samstarfi við sælgætisgerðina Freyju og kakan inniheldur meðal annars ljúffenga Freyju karamellu, hnetur og súkkulaði. Að venju er mikið í kökuna lagt, hún er samsett úr mörgum gómsætum lögum og hjúpuð með karamellu- og súkkulaðihjúp.
 
Höfundur hennar er Stefán Hrafn Sigfússon starfsmaður í Mosfellsbakaríi. Hann hlaut peningaverðlaun frá LABAK og glæsilega gjafakörfu frá Freyju. 

 

Dómarar í keppninni voru Þóra Ólafsdóttir, Samtökum iðnaðarins, Olga Sigurðardóttir, Freyju og Ásgeir Þór Tómasson, deildarstjóri bakaradeildar Hótel- og matvælaskólans. 

Sala á kökunni hefst um helgina í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land og verður til sölu það sem eftir er ársins.