Félagsfundur um aðildarviðræður við ESB
Samtök iðnaðarins boða til almenns félagsfundar miðvikudaginn 14. apríl kl. 8.30 - 10.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Tilgangur fundarins er að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Samningaferlið, samningsmarkmið og hagsmunir iðnaðarins verða til umfjöllunar.
Dagskrá:
Kynnisferð frumkvöðla til höfuðstöðva ESB
Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja
Samningar við ESB - hagsmunir Íslands
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands
Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri er Jón Steindór Valdimarsson.
Boðið er upp á morgunverð.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591-0100 eða á sendið tölvupóst á mottaka@si.is eigi síðar en fyrir hádegi 13. apríl.