Fréttasafn  • Kyr_a_beit

28. apr. 2010

Gosið hefur ekki áhrif á öryggi matvæla

Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur lagt mat á hugsanlega hættu á mengun matvæla af völdum öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Stofnunin kynnti sér aðgengileg gögn um efnasamsetningu og dreifingu öskunnar, líkur á neyslu manna og dýra á ösku og flutning efna úr ösku yfir í dýra- og jurtaafurðir. Út frá þeim upplýsingum telur hún hættu á mengun matvæla og drykkjarvatns af völdum öskufalls frá eldgosinu hverfandi nema í allra næsta nágrenni gosstöðvanna. Niðurstaða er að almennt skuli ekki hafa áhyggjur af heilsu manna eða dýra af völdum öskufallsins.

Hér má lesa skýrslu stofnunarinnar.