Fréttasafn  • Líftækni

13. apr. 2010

Málstofa um einkaleyfi í líftækni

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja,SÍL, standa fyrir málstofu um einkaleyfi í líftækni á Grand Hóteli Reykjavík 16. apríl kl. 08.30 - 12.00. Markmið málstofunnar er að auka þekkingu og skilning á einkaleyfum fyrir líftækni.

Að málstofunni standa Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins. Á Hátækni- og sprotaþingi haustið 2009 kom fram áhersla líftæknifyrirtækja á mikilvægi einkaleyfa. Lögð var fram tillaga um að efla námskeið og þjálfun um vernd hugverka og mat á einkaleyfishæfni hugverka. SÍL fylgir þessu nú eftir með því að halda málstofu um einkaleyfi í líftækni. Fram koma nokkrir vel valdir framsögumenn sem allir hafa reynslu á þessu sviði. Þetta er kjörið tækifæri til að treysta tengslanetið, deila reynslu sinni og læra af sér reyndara fólki.

Skráning hjá Samtökum iðnaðarins á mottaka@si.is eða í síma 591 0100.

Sjá dagskrá hér.