Fréttasafn



  • Aðalfundur IGI 2011

29. sep. 2011

Ný stjórn kosin á aðalfundi IGI

Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda  sem haldinn var miðvikudaginn 28. september var kosinn ný stjórn.  

Nýr formaður er Sigurður Eggert Gunnarsson frá Gogogic en hann tekur við kyndlinum af Sigurlínu V. Ingvarsdóttur hjá CCP. Meðstjórnendur eru Helgi Már Bjarnason Fort North, Stefanía Halldórsdóttir CCP, Hilmar Ö. Egilsson Fancy Pant Global og Þorsteinn Baldur Friðriksson Plain Vanilla. Varamenn eru Ólafur Andri Ragnarsson Betware og  Anna Katrín Ólafsdóttir CCP.

Í ársskýrslu IGI kom fram að unnið hefur verið að fjölmörgum brýnum verkefnum, m.a. stendur nú yfir IGI awards tölvuleikjakeppnin sem haldinn er í annað sinn og eru þátttakendur alls 30 í níu liðum.  

Stórt verkefni framundan hjá nýrri stjórn er Nordic Game samstarfið sem er samstarf milli norðurlandanna sem hefur m.a. staðið fyrir Nordic Game ráðstefnu en hún fór fram í Malmö í maí s.l.

Í dag eru níu leikjafyrirtæki aðilar að IGI sem stofnað var sem starfsgreinahópur innan SI í september 2009.