Fréttasafn



  • Kaffitar-faer-Starfsmenntaverdlaun

5. jan. 2011

Kaffitár hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2010

Kaffitár og Starfsafl, starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, hlutu Starfsmenntaverðlaunin í flokki  félagasamtaka og einstaklinga fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.

Starfsmenntaverðlaunin 2010 voru afhent í desember. Tilgangur verðlaunanna er að styðja við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar á Íslandi ásamt því að vekja athygli á málefninu. Verðlaunin eiga að vera verðlaunahöfum hvatning til áframhaldandi starfa og öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum; Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin í flokki fyrirtækja fyrir verkefnið Íslenskuskólinn og Námskeiðaröðin Grænni skógar fékk verðlaun í flokki skóla og fræðsluaðila. Starfsafl og Kaffitár hlutu verðlaunin í flokki félagasamtaka og einstaklinga fyrir verkefnin Fræðslustjóri að láni. Verkefnið byggist á því að Starfsafl láni út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja í afmarkaðan tíma, fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Verðlaunagripurinn var unnin eftir merki verðlaunanna, og er tré með skeifulaga laufum, steypt í brons.