Fréttasafn



  • Nýkjörin stjórn SHI 2011

20. jan. 2011

Samtök heilbrigðisiðnaðarins - SHI - stofnuð

Stofnfundur Samtaka heilbrigðisiðnaðarins – SHI fór fram í gær. SHI mun starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.

Miðað er við félagar séu fyrirtæki sem tengjast nýsköpun og þróun á heilbrigðissviði. Fyrirtæki í þessari grein hafa verið eflast á undanförnum árum og meðal stofnfélaga sem eru vel á annan tug fyrirtækja eru öflug tæknifyrirtæki á borð við Össur og Actavis auk hraðvaxandi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á borð við EMR, Nox Medical, Oxymap, Medical Algoriths, MentisCura, ValaMed, ARCTIC Sequentia, Kine, Stiki og SagaMedica.

Eitt af þeim verkefnum sem þessi nýju samtök standa frammi fyrir er að efla samstarfið innan heilbrigðisklasans með auknum tengslum við stjórnvöld, heilbrigðisstofnanir og önnur fyrirtæki á heilbrigðissviði með bætta þjónustu, hagræðingu, verðmætasköpun og útflutning að leiðarljósi.

Á stofnfundinum var kosin 5 manna stjórn og 2 tveir til vara. Formaður var kosinn Perla Björk Egilsdóttir, frá SagaMedica Meðstjórnendur voru kosnir, Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical og Jón Valgeirsson, Actavis til tveggja ára og Árni Þór Árnason, Oxymap og Garðar Þorvarðsson, Medical Algorithms til eins árs. Varamenn í stjórn voru kosnir Börkur Arnviðarson, ARCTIC Sequentia og Þorvaldur Ingvarsson, Össuri.

Það verður fróðlegt að fylgjast með starfsemi þessa öfluga og hraðvaxandi hóps innan Samtaka iðnaðarins í framtíðinni.