Fréttasafn  • Iðan og menntamálaráðuneyti gera þjónustusamning 2011

31. jan. 2011

IÐAN og Menntamálaráðuneytið gera með sér þjónustusamning

Föstudaginn 28. janúar undirrituðu Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR  þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og IÐUNNAR fræðsluseturs. Samningurinn tekur til umsýslu sveinsprófa, umsýslu, skráningar og eftirlits með samningum um vinnustaðanám auk framkvæmdar annarra lokaprófa svo sem fagprófa í iðngreinum.


Samningurinn nær til bíliðngreina, byggginga- og mannvirkjagreina, hönnunar- og handverksgreina, matvæla- og veitingagreina, málm- og véltæknigreina, snyrtigreina og upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
Þjónustusamningur gildir frá 1. janúar 2011 til ársloka 2013.