Fréttasafn



  • logo SI

18. jan. 2011

Félagsgjöld 2011

Í ljósi efnahagsástandsins og niðurfellingu iðnaðarmálagjalds hefur stjórn SI ákveðið að auka afslætti af félagsgjöldum. Iðnaðarmálagjaldið kom áður til frádráttar af félagsgjöldum til Samtakanna. 

Almennur afsláttur hækkar úr 20% í 40% auk þess sem afsláttur til skilvísra félaga hækkar úr 7,5% í 10%.

Að jafnaði nemur lækkunin á greiðslum til SI 40%. Afnám iðnaðarmálagjaldsins þýðir að Samtökin innheimta félagsgjöldin beint og talan á greiðsluseðlinum hækkar því að jafnaði um 56% þrátt fyrir 40% raunlækkun á heildargreiðslum til SI.

Lágmarksgjaldið, sem er kr. 25.000 verður óbreytt.  

Hér er hægt að reikna út félagsgjöldin.