• logo SI

18. jan. 2011

Félagsgjöld 2011

Í ljósi efnahagsástandsins og niðurfellingu iðnaðarmálagjalds hefur stjórn SI ákveðið að auka afslætti af félagsgjöldum. Iðnaðarmálagjaldið kom áður til frádráttar af félagsgjöldum til Samtakanna. 

Almennur afsláttur hækkar úr 20% í 40% auk þess sem afsláttur til skilvísra félaga hækkar úr 7,5% í 10%.

Að jafnaði nemur lækkunin á greiðslum til SI 40%. Afnám iðnaðarmálagjaldsins þýðir að Samtökin innheimta félagsgjöldin beint og talan á greiðsluseðlinum hækkar því að jafnaði um 56% þrátt fyrir 40% raunlækkun á heildargreiðslum til SI.

Lágmarksgjaldið, sem er kr. 25.000 verður óbreytt.  

Hér er hægt að reikna út félagsgjöldin.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.