Fréttasafn



  • SÁ verklausnir fær D-vottun

17. jan. 2011

Enn bætist í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI

Þrjú fyrirtæki bættust í hóp D-vottaðra fyrirtækja innan SI skömmu fyrir jól.

Það eru Rafey ehf. á Egilsstöðum, SÁ verklausnir og G. Helgason.

Rafey ehf. er alhliða rafverktakafyrirtæki á Egilsstöðum sem annast ráðgjöf, hönnun, uppsetningu og viðhald á öllum gerðum rafkerfa.

SÁ Verklausnir er alhliða verktakafyrirtæki sem býður fram þjónustu á sviði jarðvinnu, byggingargerðar og lóðafrágangs og hefur á að skipa reyndum sérfræðingum á því sviði.

G. Helgason ehf. er fyrsti málaraverktakinn sem hlýtur vottun innan gæðakerfis SI.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.

Ferdinand Hansen afhenti Eyjólfi Jóhannssyni hjá Rafey, Má Guðmundssyni hjá G. Helgason og Ásgeiri Erni Hlöðverssyni hjá SÁ verklausnir D-vottunina. 

 

 G.Helgasonfær D-vottun

 

Rafey fær D-vottun