Fréttasafn



  • greenpaper_fora_211010

26. jan. 2011

Græn viðskiptamódel

Í norrænu verkefni sem lauk fyrir stuttu var skoðað hvernig fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu þannig að minni umhverfisáhrif hljótist af en með hefðbundnum aðferðum.  Einkum var horft til fyrirtækja sem bjóða þjónustu í tengslum við vörur sínar í meira mæli en vörur eingöngu. Skoðað var hvernig það leiðir til minni efnisnotkunar og þannig minni umhverfisáhrifa.

Sem dæmi þá var horft til byggingageirans og fyrirtækja sem bjóða þjónustu við orkustýringu í byggingum sem og þeirra sem vinna með langtímasamninga um byggingu og rekstur húseigna. Einnig voru skoðuð fyrirtæki sem bjóða þá þjónustu að reka búnað sem notendur deila með sér, t.d. bíla eða tölvur.

Í lokaskýrslu verkefnisins er fjallað um ólíkar leiðir og tekin dæmi um fyrirtæki sem hafa þróað nýjar og frumlegar lausnir. Meðal þeirra er íslenska fyrirtækið Greenqloud, sem býður aðgang að tölvuskýi sem kemur í stað þess að notendur fjárfesti í eigin tölvubúnaði. Auk þess notar búnaður fyrirtækisins endurnýjanlega orku. Fjöldi fyrirtækja var skoðaður í vinnu hópsins, þar á meðal íslenska fyrirtækið IceConsult, sem vinnur með orkustýringu í byggingum.

Hér má nálgast Green business models in the nordic region – Green paper.

Hægt er að nálgast bakgrunnsgögn hér.