Fréttasafn  • RB rúm fá alþjóðlega viðurkenningu

14. jan. 2011

RB rúm hljóta alþjóðleg gæðaverðlaun

RB rúm hlaut á dögunum alþjóðleg verðlaun á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þessi verðlaun ár hvert.

Það er ekki hægt að sækja um að verða tilnefnd heldur þarf einhver að tilnefna okkur.  Við leggjum mikið uppúr því að þjónusta viðskiptavini og viljum að fólk fái hjá okkur bæði sterkari og endingabetri vöru en fæst annarsstaðar.

RB rúm var stofnað árið 1943. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. Fyrirtækið er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum.

Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í hönnun á bólstruðum rúmgöflun, náttborðum og fleiri fylgihlutum, viðhaldi á springdýnum og eldri húsgögnum.