Fréttasafn  • Nýr bíll - gámaþjónustan

4. jan. 2011

Ný kynslóð söfnunarbíla fyrir úrgang

Gámaþjónustan kynnti í morgun nýja kynslóð söfnunarbíla fyrir úrgang og endurvinnsluefni. Búnaður bílsins er frá Norba í Svíþjóð og er hann sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Í bílinn er hægt að safna tveim úrgangsflokkum í sömu ferð. Söfnunarkassanum er skipt langsum í tvö sjálfstæð hólf, 14m3 og 7m3. Bæði lyfta og pressa geta unnið sjálfstætt á hvoru hólfi fyrir sig eða saman þegar sama efni er safnað í bæði hólf. Með því að geta losað tvö ílát frá heimilum í hverri ferð sparast tími og akstur. Þessi nýjung er því í senn umhverfisvæn og fjárhagslega hagkvæm.  

Bílinn verður notaður á Akureyri, Dalvík og Eyjafjarðarsvæðinu. Auk bílsins voru kynntar fleiri nýjungar í úrgangsmeðhöndlun svo sem tveggja tunnu kerfi með innra hólfi fyrir lífræna söfnun, lífrænir poka frá BioBag, flokkunarílát og ýmiss annar búnaður sem notaður er í nútíma úrgangsstjórnun.