Fréttasafn  • skyrr_undirskrift3

31. jan. 2011

Samtökin í Húsi atvinnulífsins innleiða IP-símalausn frá Skýrr

Samtökin í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 hafa undirritað rammasamning við Skýrr um innleiðingu á símalausn fyrir húsið. Símalausnin byggir á IP-tækni er sameinar síma- og tölvuumhverfi fyrirtækja og stofnana. 

“Símalausn Skýrr hentar einstaklega vel fyrir aðstæður eins og þær sem við búum við í Borgartúninu. Þar eru í einni byggingu samakomin fjölmörg samtök og stofnanir af mjög mismunandi stærðum sem í framtíðinni munu geta gengið að einni miðlægri og samþættri símalausn," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

“Samtökin í Borgartúni 35 eiga það sameiginlegt að vera metnaðarfullir notendur upplýsingatækni. Við skoðuðum margar lausnir og eftir vandlega íhugun varð niðurstaðan að semja við Skýrr. Þar spilaði sterkt inn í sú staðreynd að fyrirtækið er ekki bara stór og sterkur samstarfsaðili, heldur með alþjóðlegar gæða- og öryggisvottanir ISO 9001 og 27001,” segir Haraldur Dean Nelson hjá Samtökum iðnaðarins.

IP-símalausn Skýrr kemur frá alþjóðlega fjarskiptafyrirtækinu BroadSoft og sameinar kröfur um um áreiðanleika og uppitíma. BroadSoft er stærsta fyrirtæki veraldar á sínu sviði.

Símalausn Skýrr veitir eftirfarandi kosti.

  • Símtöl á hagkvæmu verði; bæði innanlands og erlendis
  • Símstöðin aðlagast stærð vinnustaðarins
  • Símstöð viðskiptavinar er hýst hjá Skýrr í öruggu rekstrarumhverfi
  • Hentar vel vinnustöðum með dreifða starfsemi
  • Sjálfsafgreiðsla og talhólf notenda samþætt Microsoft-umhverfi notenda
  • Mögulegt að setja upp IP-hugbúnað í hefðbundnum farsímum notenda, sem sparar símkostnað
  • Einfalt og þægilegt skiptiborð, sem keyrir á Microsoft Windows-hugbúnaði
  • Skrifstofusími aðgengilegur þegar unnið er utan starfsstöðvar