Hefur þú tillögur um einföldun á regluverki?
Samtök iðnaðarins leggja fram tillögur að einföldun regluverks að ósk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. desember.
Félagsmönnum SI gefst kostur að koma á framfæri hvaða möguleika þeir sjá á einföldun og aukinni skilvirkni á verklagi og regluverki fyrir iðnfyrirtæki með því að senda okkur línu á netfangið tillaga@si.is
Tillögur Samtakanna verða byggðar á vinnu undanfarinna ára, en bent hefur verið á möguleika til einföldunar á mörgum sviðum. Að auki var ákveðið að leita til félagsmanna og óska eftir ábendingum. Athugasemdir og tillögur – stórar og smáar – geta varðað lagasetningu, reglugerðarbreytingar, eftirlitsaðila, verkferla og verklag. Starfsmenn Samtakanna eru reiðubúnir að ræða málin og aðstoða við að koma tillögunum á framfæri.
Ábendingar þurfa að berast til SI fyrir 22. nóvember.
Tillögunum verður komið á framfæri við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og önnur fagráðuneyti sem málið varðar. Í kjölfarið ætlar ráðuneytið að beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi, í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.