Fréttasafn19. nóv. 2013

Nýr formaður hjá DCI

Aðalfundur samtaka gagnavera var haldinn föstudaginn 15. nóvember. Eyjólfur M. Kristinsson framkvæmdastjóri  rekstrarlausna hjá Advania tók við formennsku af samstarfsmanni sínum Kolbeini Einarssyni. Aðrir stjórnarmenn eru Isaac Kato hjá Verne Holdings ehf. og Gunnar Zoëga hjá Nýherja.

Í skýrslu formanns kom fram að brýnu málin hjá gagnaverum eru skatta- og tollamál. Þar hafa nokkrar smáorrustur unnist en betur má ef duga skal.