Fréttasafn



Fréttasafn: nóvember 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

1. nóv. 2013 : BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna haldin í þriðja sinn

Laugardaginn, 9. nóvember, fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

1. nóv. 2013 Lögfræðileg málefni : Íbúðalánasjóður aftur dæmdur til að greiða félagsmanni SI bætur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Íbúðalánasjóður ætti að greiða byggingafyrirtækinu TAP ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við fyrri niðurstöðu réttarins í máli Norðurvíkur ehf., en SI styrktu Norðurvík við rekstur dómsmálsins.

1. nóv. 2013 : Frumgreinadeild HR - opið fyrir umsóknir til 5. des.

Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á nám fyrir fólk sem vantar tilskilinn undirbúning fyrir háskólanám. Frumgreinanámið er góður kostur fyrir þá sem hafa iðnmenntun og reynslu úr atvinnulífinu. Jafnframt stunda frumgreinanámið nemendur sem eru með stúdentspróf en vilja styrkja sig í stærðfræði og raungreinum fyrir háskólanám í t.d. tölvu- og tæknigreinum.
Síða 2 af 2