Fréttasafn



1. nóv. 2013

BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna haldin í þriðja sinn

Laugardaginn, 9. nóvember, fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

Aðkeppninni standa Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema.

Níu skólar en átján lið tóku þátt í forkeppninni þar sem átta efstu liðin komust áfram en aðeins eitt lið úr hverjum skóla.Það eru: Menntaskólinn í Reykjavík, Verslunarskóli Íslands, Tækniskólinn, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Flensborgarskóli, Kvennaskólinn og Menntaskólinn viðHamrahlíð.

Hvert lið er skipað fimm einstaklingum. Keppnin felst í þrautabraut með sjö stöðvum og fara liðin á milli brauta og leysa ólíkar þrautir á hverjum stað. Þrautirnar reyna bæði á hugvit og verklag en þær eru útbúnar af fyrirtækjum úr ólíkum greinum iðnaðarins í samstarfi við fræðimenn Háskólans í Reykjavík.

Fyrirtækin sem komu að gerð þrautanna eru Ístak, Marel, Skema, Járnsmiðja Óðins, Promens, TM Software og Marorka.

Heimasíða BOXINS

Fylgist með á Facebooksíðu BOXINS