Fréttasafn



  • SME2012

19. nóv. 2013

SME Week 2013

Undanfarin fjögur ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða Evrópska fyrirtækjavikan. Í ár hafa samstarfsaðilar á Íslandi ákveðið að efna til fjögurra málstofa undir yfirskriftinni „Viltu vaxa?“ Málstofurnar verða sniðnar að þörfum markaðarins og varða útflutning, tengslamyndun, fjármögnun, rannsóknir og nýsköpun. Á málstofunum segja reynsluboltar úr atvinnulífinu sína sögu, gefa góð ráð og leitast m.a. við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað virkar og hvað virkar ekki í markaðssetningu erlendis?
  • Hvernig stækkum við og nýtum tengslanetið?
  • Hvernig fjármögnum við hugmyndirnar?
  • Hvaða verðmætum skila rannsóknir?

Málstofurnar fara fram á Grand Hótel fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 9.00 til 12.00. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna hér

Skráningarfrestur til kl. 12.00 miðvikudaginn 27. nóvember.

Skráning fer fram hér