Fréttasafn



27. nóv. 2013

Starfsskilyrði og fjármögnun rædd á aðalfundi CTI

Aðalfundur CleanTech Iceland var haldinn á dögunum í Svartsengi. Gestir fundarins voru iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Steindór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Ragnheiður Elín fjallaði um möguleika grænnar tækni til að vaxa og dafna hérlendis. Hún benti á góðan árangur íslendinga á sviði jarðhita og sagði Íslendingar geta náð góðum árangri á fleiri sviðum. Steindór talaði um fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja og fór yfir verkefni Landsbankans til að styðja við nýsköpun. Steindór sagði að bein aðkoma banka í eignarhaldi fyrirtækja væri ekki æskilegt heldur væri betra að þeir ynnu í gegnum sjóði eins og  verið hefur.

Starfsskilyrði fyrirtækja og mikilvægi þess að aflétta gjaldeyrishöftum bar hæst í máli fundarmanna. K-C Tran fjallaði um fjármögnun fyrirtækja og Jón Ágúst Þorsteinsson um samstarf fyrirtækja á sviði grænnar tækni.

Að loknum fundi var boðið til skoðunarferðar um verksmiðju Carbon Recycling International.

Ný stjórn CleanTech Iceland er skipuð þeim K-C. Tran, formanni, Jóni Ágústi Þorsteinssyni, Hilmi Inga Jónssyni, Sigurði Eiríkssyni og Guðný Reimarsdóttur.